Ferðaþjónustan Hlíð Hvalfjarðarsveit 301 Akranes - Gisting, áhugaverðir staðir, sund, veiði, golf
Netfang hlid@sveit.is símar 4338938 & 8924010

English
Veiðivötn

Vötnin í Svínadal (9 til 15 km.)    (about 9 to 15 km. from Hlid)       
Allt Geitabergsvatn, allt Þórisstaðavatn og norðanvert Eyrarvatn. Mest veiðist af urriða, en einnig bleikja. Lax gengur í vötnin úr Laxá í Leirársveit og veiðist stöku sinnum. Silungar geta orðið mjög vænir. Nokkuð jöfn veiði yfir veiðitímabilið.

Vötnin Svínadal

Skorradalsvatn (23 km.)    (about 23 km. from Hlid)
Mikið er af bleikju í vatninu, en mest af henni er fremur smár fiskur, um og innan við eitt pund. Talið er, að vatnið jaðri við að vera ofsetið, en þó er fiskurinn í þokkalegum holdum. Flest sumur veiðast risasilungar í vatninu, bæði urriðar og bleikjur. Hafa bleikjurnar vegið allt að 17 pund og urriðarnir 14 pund. Mikil skórækt er við vatnið noranmegin og mikil náttúrufegurð.

Skorradalsvatn

Meðalfellsvatn í Kjós (39 km.)    (about 61 km. from Hlid)      
Mest veiðist af smábleikju, en einnig nokkur urriði, sjóbirtingur og lax. Urriðinn veiðist oft best fyrri hluta sumars. Lax gengur oft hratt upp í vatnið og hafa menn veitt grálúsuga laxa á miðju sumri og út veiðitímabilið. Þar sem mikið era f smábleikju hentar það mjög vel fyrir ungviðið. Mjög þægileg aðkoma er að vatninu og er tilvalið fyrir fjölskylduna að skjótast þangað.

Meðalfellsvatn

Hreðavatn (61 km.)    (about 61 km. from Hlid)     
Í vatninu er bleikja og svolítið af urriða og bezt er að veiða á morgnana og kvöldin. Mest er af smáum fiski í vatninu, ½-2 pund. Mælt er með fluguveiði. Mikil náttúrufegurð er við vatnið


Hreðavatn

Þingvallavatn (65 km.)    (about 65 km. from Hlid)       
Í vatninu er víðfrægur urriðastofn og einnig fjögur bleikjuafbrigði. Algengasta stærð bleikjunnar er frá hálfu pundi og upp í 3 pund, urriðinn getur orðið gríða stór eða allt upp í 25 pund. Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn. Nefna má margar góðar flugur, en mest veiðist á litlar silungapúpur eins og t.d. Peacock, Watson Fancy, svartan Killer svo einhverjar séu nefndar. Oft reynist vel að nota langan taum og draga mjög hægt sérstaklega þar sem mikið dýpi er.

 

Þingvallavatn

Hítarvatn (70 km.)    (about 70 km. from Hlid)        
Í vatninu er bleikja og urriði. Snemmsumars er veiði mest í vatninu vestanverðu og síðar er gott að veiða við læki og undir hraunkantinum. Fiskur er yfirleitt 1-2 pund. Fluga, maðkur og spónn ganga vel. Mikil náttúrufegurð er við vatnið.

Hitarvatn