Ferðaþjónustan Hlíð Hvalfjarðarsveit 301 Akranes - Gisting, áhugaverðir staðir, sund, veiði, golf
Netfang hlid@sveit.is símar 4338938 & 8924010

English
Upplýsingar


Ferðaþjónustan Hlíð hefur starfað frá 1986.
Áhersla er lögð á snyrtilegt umhverfi, þrifnað, góða þjónustu og að gestum okkar líði sem best bæði þeim sem kom og hvíla sig og vilja hafa það náðugt, svo og þeim sem nota aðstöðuna til gistingar en dagana til ferðalaga og ýmiskonar afþreyingar. þeim bendum við á upplýsingar á síðunni okkar, handbækur og netið.

Til að allir getið notið dvalarinnar þarf að virða neðangreindar reglur.

Reglurnar okkar eru fáar og einfaldar.

  • Leigjandi ber ábyrgð á húsinu, búnaði, umhverfi þess og skuldbindur sig til að bæta tjón sem verða kann af hans völdum, eða þeirra sem eru á hans vegum á leigutímanum.
  • Leigjandi skal ganga vel um hús, búnað og umhverfi, hver hlutur á að vera á sínum stað við brottför. Skila jafn hreinu og tekið var við því.
  • Á komudegi er húsið tilbúið kl 16:00 og á brottfarardegi skal skila húsi fyrir kl. 12:30 nema um annað hafi verið samið.
  • Ekki er leyfilegt að reykja í húsinu.
  • Aðeins er leyfilegt að vera með eitt gæludýr, engin ummerki mega sjást eftir það við brottför.