Ferðaþjónustan Hlíð Hvalfjarðarsveit 301 Akranes - Gisting, áhugaverðir staðir, sund, veiði, golf
Netfang hlid@sveit.is símar 4338938 & 8924010

Íslenska
Sundlaugar

Sundlaugin á Akranesi (19 km.) er á Jaðarsbökkum og dregur nafn sitt af því. Jaðarsbakkalaug er 25 m útisundlaug en þar eru einnig vaðlaug, 5 heitir pottar, sauna og vatnsrennibraut. Sundlaugin er opin allt árið.     

Akranes Sundlaug

Sundlaugin í Borgarnesi (28 km.) er 25 x 12,5 m útisundlaug, 3 vatnsrennibrautir, barnavaðlaug, 2 heitir pottar, annar með sérstöku kraftnuddi, iðulaug með frábæru nuddi, 12,5 x 8 m innilaug, eimbað beint úr Deildartunguhver, sánabað og góð sólbaðsaðstaða.  Sundlaugin er opin allt árið.

Sundlaug Borgarnesi

Sundlaugin að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd (10 km.) er 16,67 x 8 metrar og við hana er einnig barnavaðlaug með rennibraut og tveir heitir pottar.   Ráðist var í byggingu laugarinnar eftir að heitt vatn fannst í nágrenninu og hitaveita var lögð um hreppinn.   Hún var vígð þann 8.ágúst 1992. Sundlaugin hefur yfirleitt bara verið opin yfir sumartímann.

Sundlaug Hladir
Hreppslaug er við mynni Skorradals (35 km.) og er lítil sveitalaug með þrem heitum pottum.
Árið 2008 var laugin 80 ára og var haldið upp á afmælið.
Sundlaugin hefur yfirleitt bara verið opin yfir sumartímann.
Hreppslaug

Sundlaugin á Húsafelli (75 km.) er upphaflega byggð árið 1965 en síðan hafa miklar endurbætur verið gerðar á lauginni og umhverfi hennar. Laugarnar eru tvær, ásamt tveim heitum pottum og vatnsrennibraut.

Sundlaug Húsafell