Ferðaþjónustan Hlíð Hvalfjarðarsveit 301 Akranes - Gisting, áhugaverðir staðir, sund, veiði, golf
Netfang hlid@sveit.is símar 4338938 & 8924010

English
Golfvellir

Garðavöllur (19 km.) er 18 holu völlur í útjaðri Akraness. Golfklúbburinn Leynir var stofnaður árið 1965. Völlurinn hefur skipað sér sess meðal bestu valla landsins og þar hafa mörg stórmót verið haldin. Landið er frekar slétt en klapparholt, tjarnir, glompur og trjágróður setja sinn svip á völlinn sem er mjög krefjandi og skemmtilegur.

Golf Akranesi

Hamarsvöllur (28 km.) rétt utan við Borgarnes er 18 holu völlur, mjög skemmtilegur golfvöllur sem er frekar auðveldur í göngu.  Völlurinn liðast um hæða og ása umhverfis gamla bæinn að Hamri  rétt við Hótel Hamar. Golfklúbbur Borgarness var stofnaður 1973.

Golf Borgarnesi

Á Þórisstöðum (14 km.) í Svínadal er 9 holu golfvöllur

Golf Þórisstaðir