Ferðaþjónustan Hlíð Hvalfjarðarsveit 301 Akranes - Gisting, áhugaverðir staðir, sund, veiði, golf
Netfang hlid@sveit.is símar 4338938 & 8924010

English

Hlíð sumarhúsin: Á staðnum er mikið útsýni og ekki þarf að fara í langar gönguferðir til að auka það ennþá meira. Á svæðinu er fullt af áhugaverðum stöðum til að skoða.
Hægt að fara stuttar og langar dagsferðir. 
Einnig er afþreying eins og sundlaugar golfvellir og veiðivötn í næsta nágrenni

Hlíð sumarhús 2 - Nýibær: Tvö  smáhýsi 25 og 15 fermetrar sem leigjast saman verönd er 77 fermetrar.  Svefnpláss er fyrir 4 - 5.  Í stærra húsinu er hjónarúm og svefnsófi og í minna húsinu er svefnsófi og rúm. Salerni er í stærra húsinu og salerni og sturta í því minna.

 • heitur pottur
 • sjónvarp og  útvarp
 • tvær rafmagnshellur, lítill ofn
 • ísskápur með frystihólfi
 • gasgrill
 • sængur og koddar fyrir 6 manns
 • borðtuskur, þurrkustykki og sápur

Hlíð sumarhús 5 - Brekkubær: er 45 fermetrar og verönd er 33 fermetrar 
svefnpláss fyrir 2 til 4, svefnsófi í stofu tvöfalt rúm í svefnherbergi,  salerni og sturta.

 • sjónvarp og útvarp
 • helluborð
 • ísskápur
 • kolagrill
 • Sængur og koddar
 • borðtuskur, þurrkustykki og sápur

Afþreying og áhugaverðir staðir: - Í næsta nágrenni eru veiðivötn - sundlaugar - gönguleiðir - golf - stuttar og langar ökuleiðir /dagsferðir smelltu hér til að skoða nokkur dæmi

Sláttuþjónusta:  Ýmsar stærðir og gerðir af sláttutækjum.